Köld sturta út tímabilið

Senda þennan gutta í kalda sturtu út tímabilið, mér er skítsama hvort hann sé eitthvað efni eða ekki, svona á ekki að sjást í efstu deild karla eða kvenna. Að mínu mati væru 5-10 leikja bann eða út tímabilið í ÖLLUM FLOKKUM lang eðlilegasta lausnin, hann er 100% ekki að gera þetta í fyrsta skipti og 3 leikja bann hefur ekkert að segja við svona gutta, honum er náð einusinni af eflaust 10-20 skiptum sem hann hefur gert þetta, því það skal enginn segja mér að hann reyni þetta í fyrsta skipti í leik með meistaraflokk á leikmann eins og Jón Karl, það er heimska að segja það. Drengurinn þarf að læra smá "fair play" og halda sig bara við að klípa í síðuspikið á andstæðingunum ef hann þarf yfir höfuð að vera með fautaskap.

Grátlegt líka að sjá fólk taka upp hanskann fyrir hann með rökum eins og:

"hann er einn okkar efnilegasti leikmaður"

"hann er bara 16 ára"

"þetta er meira óvita verk heldur en viljandi, hann hefur enga hugmynd um afleiðingarnar"

ok, brjótum þessi rök niður:

Númer 1 er mjög einfalt, það breytir engu (eða á ekki að gera það) hvort hann sé efnilegur eða ekki, menn hafa engan meiri rétt til líkamsmeiðinga heldur en aðrir ef þeir eru efnilegir

Númer 2: Hann er bara 16 ára en ef þú hefur æft handbolta í gegnum yngri flokkana kannastu við öll þessi fólskubrögð, veist alveg afleiðingarnar, hann hefur eflaust látið einhvern pirring fara með sig og verið hefnigjarn.

Númer 3: Sama og með nr 2, hann veit afleiðingarnar og þetta er ekkert óviljaverk

Bara út með þennan fauta út tímabilið í öllum flokkum, hann má bara halda áfram að æfa sig og hugsa um það út tímabilið hvort þetta sé rétti hluturinn.


mbl.is Fólskulegt brot Framarans - myndaröð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvaðan hefur "unknown" þá "100% vissu" fyrir því að þessi leikmaður hafi beitt þessu bragði að minnsta kosti 10ö-20 sinnum áður? Af hverju var þá aldrei dæmt á þau tilvik?

Af hverju kemur í ljós í bloggi um þetta atvik að ekki er vitað um að neitt þessu líkt hafi komið fyrir á ferli þessa leikmanns?

Auðvitað á svona alls ekki að sjást og sjálfsagt að dæma stranglega fyrir það en ég held að það sé gott að "unknown" er ekki handboltadómari.

Ómar Ragnarsson, 4.12.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Unknown

Hehe, ok tökum þína leið á þetta, rautt spjald á hann, klapp á bakið og segja við hann "hey mar, ekki gera þetta og nást aftur..."

Hvaðan hef ég þá vissu mína? Það segir sig nokkurnvegin sjálft ef þú hugsar aðeins að hann er EKKI að gera þetta í fyrsta skipti gegn leikmanni eins og Jóni Karl þegar hann kemur upp í efstu deild karla, ef hann hefði ekki gert þetta áður hefði honum eki dottið í hug að gera þetta þegar það er verið að gefa honum svona sénsa hjá Fram. Þú þorir engu svona nema þú  kunnir þetta og hafir gert þetta oft áður. Mjög einfalt, bann út tímabilið er fullkomlega eðlilegt og ef þér finnst þetta það "í lagi" brot þá ættirðu bara að kynna þér leikreglurnar betur.

 Ef ég man rétt þá var það á HM 1986 eða 82 þar sem leikmaður beið mjög alvarlegan skaða, gott ef hann dó ekki af þessu broti/mjög svipuðu þar sem það var einnig ítt undir fótinn á honum. En þér Ómar Ragnarsson finnst það bara allt í lagi, því jú drengurinn er bara 16 ára og það ætti ekki að gefa mönnum meira en 3 leikja bann og jafnvel að biðja hann að gera þetta ekki aftur...og jú endilega, við skulum líka bara vera trúgjörn og halda að þetta sé POTTÞÉTT í fyrsta skipti sem hann gerir þetta, því eins og allir vita þá er það í meistaraflokksleikjum þegar maður er að fá sína sénsa 16 ára þegar menn prufa svona fyrst...ég er dauðfeginn að með svona rökhugsun sért þú ekki á alþingi

Unknown, 5.12.2009 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband