Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Þekkir Steingrímur J. ekki regluverk ESB?

„Við erum bundnir af lögum. Endanleg niðurstaða þarf annað hvort að vera í samræmi við gildandi lög eða það þarf að breyta lögunum," hefur Reuters eftir Steingrími.

Er maðurinn stórlega óhæfur? Samkvæmt lögum þá er það MJÖG skýrt (bæði íslenskum og ESB lögum) að ríkið ber EKKI ábyrgð á þessu (ekki neitt skv. ESB lögum og bara að hluta samkvæmt Íslenskum lögum)...þetta er náttúrulega bara BULL :) Ef Steingrímur vill fara að lögum þá á maðurinn að fara eftir hverju einasta lögfræðiáliti sem er bara á einn veg, ríkið ber ekki ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda...simple
mbl.is Vonast eftir Icesave niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi Borgarahreyfing...

Það er semi fyndið að fylgjast með þessum circus sem Borgarahreyfingin er orðin, hugmyndin var falleg, borgararnir á þing og ekki þessir ótraustverðu stjórnmálamenn, tími fyrir breytingar.

 Hvað gerist svo? Þetta fólk kemst á þing og sananr sig svo sem algjörlega óhæft lið sem á ekkert þarna inná þing að gera. Margrét Tryggvadóttir er að mínu mati verst, þessi póstur um Þráinn sem "átti bara" að fara á einn stjórnarmeðlim en var svo AUGLJÓSLEGA stimplaður á þennan hóp allan, hún er núna á þingi, kona sem annaðhvort kann ekki að senda tölvupóst EÐA er svona óhugnalega skítleg í eðli sínu að ráðast svona lágkúrulega á hann (þar að segja ef hún viljandi var að senda þennan póst á allt þetta fólk) hún er á alþingi Íslendinga. Hún ætti náttúrulega að vera búin að segja af sér og koma nýju blóði þarna inn en nei, nei nei nei, nú eru þessir "við erum ekki stjórnmálamenn" orðnir algjörir stjórnmálamenn og eiginlega frekar slæmir sem slíkir, farin að gera allt til þess að halda sínum nýkomnu völdum og slíta sig svo núna frá Borgarahreyfingunni.

Að sjálfsögðu veit maður ekki nákvæmlega afhverju þau slíta sig frá borgarahreyfingunni en mér sínist þau 3 bara telja sig "útvalin" og yfir flokkinn hafinn því svona skrýpalæti sérðu ekki í flestum hinum flokkunum þó það hafi vissulega gerst að það verði klofningur og menn segi sig úr flokkum.

Þráinn aftur í Borgarahreyfinguna og leifa þessum hinum 3 að bara go their way, því það eru hreinar línur að þau munu ekki vera kosin aftur eftir rúmlega 3 ár, ekki einusinni fræðilegur. 


mbl.is Vilja Þráin aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband