To belive or not to belive
11.8.2009 | 01:23
Nokkrar pælingar um trú svona beint úr hausnum á mér kl 1 um nótt, ákvað að kasta þeim hér inn.
Trú er ágæt, það væru aðeins flón sem myndu tala gegn henni sem mjög góðum hlut. Fólk virðist hafa þessa þörf á erfiðum tímum til þess að trúa á eitthvað æðra, getur maður sakast við fólk fyrir það? Ég held ekki, þegar allar leiðir virðast lokaðar og maður finnur enga leið eða lausn á málum er gott að geta sótt styrk í það að biðja til einhvers æðra valds um hjálp. Þetta hefur allaveganna hjálpað fólki síðustu árþúsundin og það eitt og sér finnst mér alveg nóg til þess að réttlæta trú sem slíka.
En eftir að hafa sagt þetta þá skulum við aðeins kíkja betur á okkar ágætu trú og hér ætla ég sérstaklega að fjalla um kristni og svo allskonar mismunandi söfnuði.
Það þarf vart að nefna allt það mannsfall sem ofsatrú hefur leitt af sér, trú veldur skiptingu í samfélaginu og skiptingu í heiminum og hefur því alltaf verið ákveðið deiluefni og menn hafa oft viljað þröngva sinni trú uppá aðrar þjóðir og annað fólk. Það er þó ekki kristin trú sem slík sem ég er að fara að gagnrýna, heldur er það trú á yfirnáttúrulega hluti yfir höfuð og vefengja tilvist guðs.
Hvaða sannanir höfum við fyrir tilvist guðs? Ekki hef ég séð eina einustu sönnun fyrir því að sá ágæti gæji sé til, biblían er náttúrulega frábært rit eins og flestar aðrar trúarbókmentir sem kennir kærleik og að koma vel fram við alla, frábært útaf fyrir sig. Það er kennt að þú eigir að koma vel fram við náungann sem og aðra og ef þú fylgir biblíunni nokkuð vel þá fáir þú himnavist eftir að þú deyrð, góður díll! Það sem málið er að maður sér marga eyða lífi sínu hálf lifandi, ekki borðandi þetta og hitt því það er ekki guði þóknanlegt, ekki gerandi þetta og hitt því það er ekki guði þóknanlegt...er þetta eitthvað líf? Þú lifir fyrir það eitt að ná sem bestum árangri í eftirlífinu sem þrátt fyrir allt er mjöööööööööööööööööööööööööööööög ólíklegt að sé einu sinni til? Afhverju ekki bara að lifa lífinu lifandi og ef það er eitthvað líf eftir dauðann og þú hefur almennt séð bara lifað lífinu sem góð manneskja þá hlýtur guð að hleypa þér inn í himnaríki, því nú spyr ég, hvaða miskunnsami guð sem vill EKKI taka af þér frjálsan vilja myndi setja upp dæmið svona: "annaðhvort trúirðu á mig og ferð nákvæmlega eftir biblíunni og á ákveðinn hátt fórnar ákveðnum hlutum úr lífi þínu fyrir trú þína...eeeða tekur hinn kostinn og færð að stikna í helvíti í einhvern tíma"...er þetta að vera miskunnsamur guð sem vill ekki neyða alla í að trúa á sig heldur gaf þeim fúsan og frjálsan vilja, sem þeir samt meiga varla nota sér því þá stikna þeir í helvíti...
Síðan verður að teljast nokkuð skoplegt að ef þeir sem frelsast og fá þessar þvílíku sjónir frá guði og spjalla við hann daglega og svona, það er rosalega gaman að þarna er oft fólk sem hefur átt erfitt í lífinu, fyrrum/núverandi dópistar, alkar og fólk sem hefur verið farið illa með. Ég er engan vegin að segja að það séu nærrum allir svona sem eru í þessum ágætu sértrúar/bókstafstrúar söfnuðum en það er einfaldlega staðreynd að þesskonar fólk er mjög móttækilegt fyrir því að gerast trúað og styður það þessa litlu staðhæfingu sem ég kom með í byrjun um að trúin er sterkust þar sem hennar er mest þörf, þar sem fólk VERÐUR að trúa að það sé eitthvað æðra til sem geti hjálpað því, ekki bara til að takast á við lífið eftir dauðann heldur líka lífið sem þau lifa þá þegar á því augnabliki.
Er einhver ástæða fyrir því, önnur en að þetta fólk eigi erfitt að Guð virðist "opinberast" því meira? Afhverju opinberast hann bara sumum sem eiga bágt en ekki öllum? Elskar hann ekki öll börn sín jafn mikið?
Síðan er annað sem mér finnst ákaflega skoplegt. Maður heyrir Mormóna, 7 dags aðventista og ýmsa sértrúarsöfnuði boða einskonar dómsdag, jesús kemur og það verður mikil dýrð, aðalega samt fyrir þá sem trúa á þá, aðrir fá að stikna í helvíti ef ég skil þetta rétt...Síðan skulum við ekki gleyma þessu með náungakærleikann sem að biblían kennir...Með þetta 2 í huga skulum við vinda okkur að næsta punkti.
Ef ÉG persónulega sem afar ótrúaður maður myndi fá guð í heimsókn, hann myndi segja mér að aðeins þeir sem tryðu á sig og helguðu líf sitt sér myndu komast til himna, aðrir vera eftir og stikna með djöflinum sjálfum, hvað myndi ég gera? Það fyrsta sem ég myndi gera væri að fara beint út, dreifa boðskapnum og ég myndi ekki getað sofið fyrr en ALLIR sem ég þekkti væru búnir að snúast til trúar og ég myndi ekki getað haldið áfram að lifa lífinu fyrr en ég væri búinn að fara að öllum sem ég gæti og látið þá trúa, því ef ég hefði vitneskju (eins og þetta ágæta fólk virðist hafa) um að þetta væri að fara að gerast, hvernig er ég þá að sýna náungakærleik með því að einfaldlega segja "well ef hann/hún trúir ekki, hennar/hans vandamál, ég trúi og þessvegna fæ ég að fara til himna". Hvaða djók er þetta? Lítill náungakærleikur myndi ég segja hjá hverjum þeim sem trúir þessu öllu en er samt ekki hlaupandi dag eftir dag hús úr húsi að bjarga fólki (ég veit vel að þessi trúfélög eru mjög aktívt að reyna að fá fólk til sín en ég væri í mun meira "panici" ef ég hefði þessa vitneskju).
Fólk verst þessu með því að segja "tjahh, fólk hefur frjálsan vilja og við viljum ekki neyða trú uppá fól. Hvaða vitleysa er þetta? Samkvæmt ykkur á þetta fólk yfir höfði sér það að fara til helvítis sem er sirka bát eins slæmt eins og hægt er, samt er verið að verja sig með því að fólk eigi að hafa frjálsan vilja? Ef það er manneskja inní brennandi húsi og þú ert slökkvuliðsmaðurinn sem kemur og bjargar manneskjunni og manneskjan segir "ég vil bara brenna hérna inni, minn vilji" mynduð þið þá sem slökkvuliðsmaðurinn segja bara "well ok, þú hefur frjálsan vilja" og fara út og kalla á hina slökkvuliðsmennina "neeei þessi vill ekki fara út, bara hennar/hans frjálsi vilji"...nei ég trúi ekki að ein einasta manneskja myndi gera það en samt nota menn þessi sömu rök fyrir því að vera ekki að reyna af mun meiri krafti að bjarga fólki frá helvíti.
Nú slæ ég botninn í þetta, vonandi að hugmyndir mínar hafi velt einhverjum steinum í hausnum á fólki. Minni alla þó á að þetta eru sakleysislegar pælingar og ég eins og aðrir er bara mannlegur og gæti því vel verið (þótt ég trúi því ekki núna) að einn daginn þá munu hinir trúuðu horfa á mig af himnum ofan þar sem ég stikna þar niðri og segja "face, sagði þér að þú ættir að trúa!"
kv. Unknown Fact
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.