Hættið að væla

Hvað eru mínir ágætu vinir á landsbyggðinni að væla? Þetta er alveg óskiljanlegt, maður sér hér hvert reiðibloggið á fætur öðru frá fólki sem telur það bara sjálfsagt að EINKAAÐILAR séu að leggja í þvílíkan aukakostnað bara þannig að allir geti fengið blaðið frítt, hvar sem þeir búa.

Það þarf einfaldlega að berja það inní hausinn á fólki: ÞIÐ BÚIÐ ÚTÁ LANDI Í MINNI ÞÉTTBÝLISKJÖRNUM OG ÞVÍ HAFA EINKAAÐILAR MINNI ÁHUGA Á YKKUR ÞAR SEM AÐ ÞIÐ ERUÐ MINNI MARKAÐUR.

Jæja fyrst að þetta er komið á hreint þá getum við farið í það að útskýra afhverju þeir sem búa langt í burtu í smærri bæum fá ekki lengur fréttablaðið frítt. Ástæðurnar eru þær að fréttablaðið byggist á því að fá peninga inn fyrir auglýsingar og þessvegna geta þeir dreift blaðinu frítt. Tökum 2 heimatilbúin dæmi (tölurnar í þessu dæmi eru ekki raunverulega)

Fréttablaðið fær eftir hrun 10kr frá auglýsenda A fyrir hvern þann sem les blaðið, fyrir hrun voru það 15 kr. Það eru 3 svæði sem Fréttablaðinu hefur verið dreift á hingað til, svæði A þar sem búa 1000 manns, svæði B sem búa á 100 manns og svæði c sem búa á 10 manns.

Að koma blaðinu á hvern mann á svæði A kostar að meðaltali 6 krónur.

Að koma blaðinu á hvern mann á svæði B kostar að meðaltali 9 krónur

Að koma blaðinu á hvern mann á svæði C kostar að meðaltali 14 krónur

Þetta þýðir að fyrir hrun borgaði það sig að koma blaðinu til allra svæðanna en eftir hrun þá gerir það það ekki lengur. Þetta veldur því að það er mjög EÐLILEGT að fyrirtækið vilji ekki tapa peningum og þessvegna verji það hagsmuni sína með því að hætta að koma með það frítt fyrir C en í staðin bjóði C að borga fyrir að fá það, það sem nemur kostnaði við að færa það til hans. Mjög eðlilegt og á engan hátt (eins og sumt fólk vill halda fram hér á blogginu) einhver árás á landsbyggðina, þetta er EINKAFYRIRTÆKI, þeir eiga að GRÆÐA, þetta eru ekki góðgerðarsamtök sem eru í því að gefa frá sér peninga, sérstaklega ekki á þessum erfiðu tímum.

Ótrúlegustu blogg búin að falla um þetta mál og augljóst að fólk er ekki að hugsa þetta til enda, menn að tala um að fréttablaðið sé að beita sér fyrir því að fólk flytji í þéttbýlið, er eitthvað að spyr ég mig nú bara...

 Menn virðast geta vælt yfir ótrúlegustu hlutum um hvað allt er ósanngjarnt fyrir landsbyggðina, menn væla yfir því að skjár einn sé ekki frír, núna að fréttablaðið sé ekki frítt, ÞIÐ BÚIÐ ÚTÁ LANDI! Menn eru að velja sér það sjálfir og verða að sætta sig við það þá að einkaaðilarnir eru ekki að fara að bjóða uppá sömu þjónustu þar eins og þeir gera í stærstu þéttbýlisstöðum landsins, það er mjög simple, alveg eins og ég verð að sætta mig við að mitt atkvæði gildir ekki jafn mikið eins og atkvæði fólks sem býr í einhverjum afdal útá landi, en það er hlutur sem raunverulega er fáránlegur og ætti ekki að vera, er ég minni borgari þessa lands heldur en þeir sem eiga heima í einhverjum afdölum, er ég svona 85% manneskja meðan þeir eru 1/1 manneskjur...ég bara spyr

 

 


mbl.is Fréttablaðið selt úti á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heldur þú að Fréttablaðið hafi verið borið heim að dyrum fólks úti á landsbyggðinni?

Nei, blaðið kom með flugi (btw ókeypis) og því hent inn í næstu verslun...

kv d

Dóra litla (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Brattur

Þetta eru náttúrulega kaldar staðreyndir sem þú telur hér upp... "Markaðurinn" hefur ekki áhuga á stöðum þar sem fátt fólk býr... þ.e. þar er nefnilega enginn markaður og gróðavon... þetta er nú bara staðreynd... Meira að segja Bónusfeðgar "vinir"  litla mannsins nenna ekki að hugsa um fámenna staði né sinna þeim.

P.S. líklega verðum við að kalla þá feðga "óvini" litla mannsins í dag.

Brattur, 8.10.2009 kl. 23:45

3 identicon

Bónus Selfossi, Bónus Akureyri og Bónus á Egilsstöðum, Bónus á Ísafirði, Bónus í Borgarnesi og Bónus í Stykkishólmi......

Sveitafólkið virðist þurfa að borða, alveg eins og Reykvíkingar 

Dóra litla (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 23:53

4 Smámynd: Unknown

hehe Dóra litla, kom blaðið ókeypis með flugi til Borgarness? Eða Fáskúsfjarðar? neeei...það gerði það ekki :)

Unknown, 9.10.2009 kl. 00:20

5 identicon

Nei, en það fer á Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaða með flugi.... Fréttablaðið kemur ekki á hina staðina, nema auðvitað að þar sé Bónusverslun... Fyrirtækið sem greiðir flutninginn og fyrirtækið sem að panntar inn er undir sömu eigendum..

Dreifing á Fréttablaðinu á landsbyggðina er auðvitað búin að vera í rénun í tæp tvö ár, þannig að þessi frétt kemur ekkert afar mikið á óvart. Ég held hinsvegar að sveitafólkið muni nú sniðganga snepilinn, frekar en að borga fyrir hann.

Ætli það sé ókeypis þegar blaðið er borið út í heimahús á höfuðborgarsvæðinu?

Dóra litla (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:57

6 Smámynd: Unknown

haha nei en það er í engu samhengi við að koma því á alla staðina á landsbyggðinni...

Unknown, 9.10.2009 kl. 02:32

7 identicon

Hjartanlega sammála þér ... fólk virðist ekki skilja að þessar ráðstafanir er bara púra bissness hjá mönnum sem eru að reyna að halda fyrirtækinu á lífi ... að hagræða og spara þegar illa árar eru bara eðlileg viðbrögð við tekjumissi og algjör óþarfi að búa til samsæriskenningar úr því.

Að tengja þetta við mismunun eða kalla þetta árás á landsbyggðina er ekkert annað en heimskuhjal.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 02:33

8 identicon

Þá ætti að selja þennan snepil á sama verði á höfuðborgarsvæðinu, því að annað væri, jú; mismunun.

kv d

Dóra litla (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 10:31

9 Smámynd: Unknown

Dóra, er þetta eitthvað slow að sync-a inn hjá þér :P? Blaðinu er haldið uppi á auglýsingatekjum, það byggist á því að auglýsendur borga ákveðið mikið miðað við hvað margir lesa blaðið, ef að þeir myndu byrja að hafa þetta að blaði sem þú borgar fyrir í reykjavík myndu mjög margir hætta að lesa það því mogginn er talsvert betri og þykkari snepill að flestra mati og því er betra fyrir fréttablaðið að vera ókeypis, fá áfram inn auglýsingatekjurnar útaf öllum sem lesa blaðið og þannig koma áfram út í gróða, það er engin MISMUNUN í gangi hérna, þetta er bara heimskulegt að segja

Unknown, 10.10.2009 kl. 15:07

10 identicon

Þegar stór hluti Íslendinga þurfa að borga fyrir snepilinn, missa auglýsingarnar marks sem þýðir einfaldlega tekjurýrnun fyrir blaðið. Ég hef áður bent á það tap sem blaðið verður fyrir þegar það er borið hús úr húsi á höfuðborgarsvæðinu.

Það er nákvæmlega sama hver afsökunin er, þá skal þetta víst vera mismunun eftir búsetu. 

mbk d

Dóra litla (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 23:06

11 Smámynd: Unknown

Það stoðar lítið að berja vitinu í manneskju sem tekur engu tali og neitar að skilja þetta. JÁ þú ert búin að benda á það en það að stór hluti Íslendinga þurfi að borga fyrir snepilinn þá missa auglýsingarnar ENGANVEGIN marks útaf því. Mikill hluti auglýsinganna í blaðinu eru bara ætlaðar fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins og er algjörlega ómögulegt fyrir þig að skilja að EF það borgaði sig að dreifa blaðinu frítt áfram útá landi, þá myndu þeir gera það? Það gerir það ekki þannig þeir hætta því, þeir halda því áfram á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum fleiri stöðum því þar BORGAR það sig...heldurðu að þú munir ná að skilja þetta á endanum?

Unknown, 11.10.2009 kl. 21:31

12 identicon

Útskýrðu fyrir mig auglýsingu sem er eingöngu ætluð íbúum á höfuðborgarsvæðinu.. Sækir landsbyggðin ekki í þjónustu, menntun og atvinnu á höfuðborgarsvæðinu?

Þeir geta auðveldlega komið Fréttablaðinu til allra Bónusverslana sem prýða landsbyggðina fyrir örfáar krónur... Reyndar fyrir brotabrot af þeirri upphæð sem fer í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu.

Það er reyndar eitt við Fréttablaðið sem missir gjörsamlega marks á landsbyggðinni og það er þessi gengdarlausi Evrópusambandsáróður.

Heldur þú að fólk muni kaupa jafn mikið af auglýsingum í blaðið, þegar lesendunum fækkar?

Ég held ekki.

Þetta kallast víst mismunun eftir búsetu og verður það, þar til að Fréttablaðið tekur það skref að einangra sig algjörlega við höfuðborgarsvæðið og hættir að selja blaðið út á land.

mbk d

Dóra litla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:44

13 Smámynd: Unknown

þú ert bara idiot, sorry to say, EF AÐ ÞAÐ BORGAÐI SIG Í AUGLÝSINGATEKJUM AÐ GEFA BLAÐIÐ ÚTÁ LANDI ÞÁ MYNDU ÞEIR GERA ÞAÐ...

Unknown, 12.10.2009 kl. 23:16

14 Smámynd: Unknown

capish?

Unknown, 12.10.2009 kl. 23:16

15 identicon

Þá ættu þeir að vera alfarið með sína ókeypis dreifingu á höfuðborgarsvæðinu og hætta að mismuna fólki eftir búsetu...

combrende amigo?

mbk d

Dóra litla (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:31

16 Smámynd: Unknown

Ertu korter í downs svo maður vitni nú í fangavaktina...eru þeir semsagt að mismuna landsbyggðinni með því að bjóða landsbyggðinni að kaupa blaðið ef þeir vilja, þú ert semsagt að grenja yfir því að landsbyggðinni sé gefinn sá kostur, þú villt frekar að það sé bara borið út frítt á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni sé ekki gefinn séns á að borga fyrir það ef þeir vilja, semsagt það að gefa kost er mismunun? korter, jafnvel 5 min í downs

Unknown, 19.10.2009 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband